Velkomin á heimasíðu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð 24. október 2003. Hlutverk Samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins.

Á þessari heimasíðu eru upplýsingar um Samtökin, málefni og verkefni sem við störfum við. Einnig birtum við fréttir og tilkynningar um viðburði tengd innflytjenda-, kvenna- og fjölskyldumálum.

Í forsvari fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna er stjórn sem kosin er árlega á fundi og situr eitt ár í senn.

Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og óskir um inngöngu í samtök á netfang: womeniniceland@womeniniceland.is.


Við erum líka á FACEBOOK

www.facebook.com/groups/womeninicelandÁ döfinn

Jafningja ráðgjöf-Skrifstofa samtaka kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) opnar á þriðjudags kvöldum.

Það er okkar einskæra ánægja að tilkynna ykkur að skrifstofa okkar hefur verið opnuð á annarri hæð að Túngötu 14. Opnunartími skrifstofunnar verður á þriðjudags kvöldum frá 20:00 - 22:00. Samtökin hafa nýverið lokið við þjálfun nokkurra meðlima okkar í jafningja ráðgjöf, en hafa ráðgjafarnir fengið þjálfun og eftirfylgd fagaðila með mikla reynslu í ráðgjöf innflytjenda.

Jafningaráðgjöf er í sumarfríi. Opið er aftur í september.
SÖGUHRINGUR KVENNA

Facebook siðan okkur

Kærar kveðjur Amelia og Kristín


Þjóðlegt eldhús


Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) bjóða ykkur að taka þátt í „Pot luck“ næstkomandi fimmtudag, 4. sept. þar sem við bjóðum alla velkomna úr sumarfríinu.

Gjald fyrir þátttöku verður 300kr (ath. tökum ekki kort) og bjóðum við ykkur að taka með ykkur rétt, kökur, smákökur eða sætindi sem þið og fjölskyldur ykkar njótið í heimalandi ykkar á þessum tíma ársins. Ykkur er velkomið að koma með vinkonur með ykkur það er engin sætatakmörkun.

Samtökin (W.O.M.E.N) sjá um að koma með kaffi, te, vatn.

Staður og stund: fimmtudagur 4. sept. kl. 19:00-22:00
Hallveigarstaðir við Túngötu 14, 101 Reykjavík.
(vinstri hurð-niður í kjallara)

Gjald fyrir þátttöku verður 300kr (ath. tökum ekki kort)

Eins og vanalega bjóðum við allar konur velkomnar, en biðjumst þó þess að börn komi ekki með, þó tökum við tillit til þeirra kvenna sem hafa börn á brjósti sem geta ekki án þeirra verið:)

Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti til Nura á eldhus@womeniniceland.is
sem fyrst og endilega takið fram hvort tekinn sé með gestur
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Ef þú vilt elda mát frá þinnu heimalandi fyrir konur í samtök kvenna af erlendum uppruna vertu í samband.

Við borgum þér fyrir matinn en annars er þetta sjálfboðastarf.

eldhus@womeniniceland.is


Kórinn

Kominn í hlé

ania@womeniniceland.isÁ þessum stað birtast tenglar á áhugaverðar fréttir. Ábendingar sendast á angel@womeniniceland.is

Nýjustu fréttir
Ráđstefna um...
Ráðstefna um viðunandi framfærsluá vegum EAPN í sal...
Við tökum þatt í fjölmenningardaginn Reykjavíkur sem var í...
Á föstudaginn 21.mars birtist grein um Samtök í Morgunblaðinu....