Velkomin á heimasíðu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð 24. október 2003. Hlutverk Samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins.

Á þessari heimasíðu eru upplýsingar um Samtökin, málefni og verkefni sem við störfum við. Einnig birtum við fréttir og tilkynningar um viðburði tengd innflytjenda-, kvenna- og fjölskyldumálum.

Í forsvari fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna er stjórn sem kosin er árlega á fundi og situr eitt ár í senn.

Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og óskir um inngöngu í samtök á netfang: womeniniceland@womeniniceland.is.


Við erum líka á FACEBOOK

www.facebook.com/groups/womeninicelandÁ döfinn

Aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa starfað í 11 ár. Okkur er mjög vel tekið allsstaðar í samfélaginu og það er greinilega mikil þörf fyrir samtök sem taka virkan þátt í umræðunni um innflytjendamál og mannréttindi. 

Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem sest hafa að á Íslandi. Okkur í sitjandi stjórn Samtakanna finnst mikilvægt að allar erlendar konur sem hafa áhuga á að deila þekkingu sinni og hæfileikum í þágu Samtakanna gefi kost á sér til að setjast í stjórn þeirra eða taka á annan hátt þátt í starfseminni.

Aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn, 19. nóvember 2014 kl. 20:00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Við hvetjum allar konur að mæta á fundinn.

Við biðjum allar konur af erlednum uppruna sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn Samtaka að senda okkur eftirfarandi upplýsingar um sig:
• nafn
• heimilisfang
• netfang
• símanúmer
• lýsingu á reynslu ykkar og því sem þið viljið ná fram fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna

Sendið fyrir 16. nóvember 2014 á info@womeniniceland.is. 

Með kveðju,

Stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi


Jafningja ráðgjöf-
Skrifstofa samtaka kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) opnar á þriðjudags kvöldum.

Það er okkar einskæra ánægja að tilkynna ykkur að skrifstofa okkar hefur verið opnuð á annarri hæð að Túngötu 14. Opnunartími skrifstofunnar verður á þriðjudags kvöldum frá 20:00 - 22:00. Samtökin hafa nýverið lokið við þjálfun nokkurra meðlima okkar í jafningja ráðgjöf, en hafa ráðgjafarnir fengið þjálfun og eftirfylgd fagaðila með mikla reynslu í ráðgjöf innflytjenda.


SÖGUHRINGUR KVENNA

Facebook siðan okkur

Kærar kveðjur Amelia og Kristín


Þjóðlegt eldhús


-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Ef þú vilt elda mát frá þinnu heimalandi fyrir konur í samtök kvenna af erlendum uppruna vertu í samband.

Við borgum þér fyrir matinn en annars er þetta sjálfboðastarf.

eldhus@womeniniceland.is


Kórinn

Kominn í hlé

ania@womeniniceland.isÁ þessum stað birtast tenglar á áhugaverðar fréttir. Ábendingar sendast á angel@womeniniceland.is

Nýjustu fréttir
Ráđstefna um...
Ráðstefna um viðunandi framfærsluá vegum EAPN í sal...
Við tökum þatt í fjölmenningardaginn Reykjavíkur sem var í...
Á föstudaginn 21.mars birtist grein um Samtök í Morgunblaðinu....